Hafðu samband

Höfum gaman saman og búum til eftirminnilegar minningar.

sand@sandmarkadsstofa.is

Sköpum

augnablik sem skipta máli

Sand er markaðsstofa sem sérhæfir sig í óhefðbundinni markaðssetningu, með sérstaka áherslu á samfélagsmiðla, eftirminnilegar herferðir og viðburði. Við trúum því að besta leiðin til að ná athygli sé að hugsa öðruvísi
og skapa efni sem fólk tekur eftir. Við vinnum náið með fyrirtækjum að því að finna rétta taktinn á samfélagsmiðlum,

þróa strategíur sem skila árangri og gera markaðssetningu bæði áhrifaríka og skemmtilega.

Við elskum að fara ótroðnar slóðir og erum alltaf tilbúnar að prófa nýjar leiðir og hugsa út fyrir kassann.

Viðskiptavinir SAND

Ég leitaði til Sand markaðsstofu til að sjá um samfélagsmiðla og viðburði hjá okkur í URÐ þegar við vorum í miðri jólatörn og höfðum engan tíma til að sinna samfélagsmiðlum.

Ég fann strax hvað ég gat treyst á þær og hversu fljótar þær lásu þarfir okkar. Þær komu regluega með

góðar hugmyndir og fylgdu verkefnum vel eftir.


Öll efnissköpun fyrir miðlana og utanumhald viðburða er mjög fagleg og vönduð. Þegar við sáum svo

árangurinn vissum við að þetta er þjónusta sem margborgar sig fyrir okkur og komin til að vera.

Unnur og Kristina eru fagmanneskjur fram í fingurgóma – þær gefa sér tíma til að kynnast vörumerkinu, eru forvitnar, áhugasamar og koma alltaf með nýjar og ferskar hugmyndir.


Þær eru ótrúlega fróðar á sínu sviði og ég hef séð skýrar breytingar – bæði í þróun miðlanna sjálfra og hvernig viðskiptavinurinn upplifir NúnaCo. á samfélagsmiðlum. Með þeim hefur vörumerkið fengið að vaxa og dafna.


Það er dásamlegt að finna teymi sem maður getur treyst 100% fyrir „barninu“ sínu.

Um okkur

Við erum Unnur & Kristína stofnendur Sand Markaðsstofu.

Okkur finnst fátt skemmtilegra en að þróa hugmyndir,

skapa skemmtileg verkefni og takast á við spennandi áskoranir.

Við eigum nefnilega eitt alveg sameiginlegt

& það er að elska að hafa gaman.

Þjónustan okkar

Markaðsráðgjöf

Skæruliðamarkaðssetning

Framleiðsla efnis

Almannatengsl

Samfélagsmiðlaumsjón

Viðburðir

Birtingaþjónusta

Stafræn Markaðssetning